Þetta er eldri útgáfa af persónuverndarstefnunni okkar. Hér geturðu skoðað núverandi útgáfu persónuverndarstefnunnar.

„auglýsingarnar sem koma þér mest að gagni“

Dæmi

  • Ef þú heimsækir til dæmis oft vefsvæði og blogg sem snúast um garðyrkju er mögulegt að þú sjáir garðyrkjutengdar auglýsingar á ferðalagi þínu um vefinn. Og ef þú notar YouTube til að horfa á myndskeið um súrdeigsgerð er hugsanlegt að þú fáir upp fleiri auglýsingar sem tengjast bakstri. Frekari upplýsingar.
  • Við notum IP-töluna þína til að ákvarða staðsetningu þína gróflega í hvert skipti og birta þér þannig auglýsingar fyrir nálægan pizzustað ef þú leitar að „pizza“ eða veita þér upplýsingar um sýningar í nálægasta kvikmyndahúsinu ef þú leitar að „bíó“. Frekari upplýsingar.
  • Kerfið okkar greinir hugsanlega efni þjónustu okkar sjálfkrafa, svo sem tölvuskeyti í Gmail, til að birta þér gagnlegri auglýsingar. Ef þú hefur þannig nýlega fengið mörg skeyti sem snúast um ljósmyndun eða myndavélar, sem dæmi, er mögulegt að tilboð í næstu ljósmyndavöruverslun veki áhuga þinn. Ef þú tilkynntir þessi skeyti hins vegar sem ruslpóst er ólíklegt að þú hafir áhuga á téðu tilboði. Margar tölvupóstveitur nota slíka sjálfvirka úrvinnslu til að bjóða upp á eiginleika á borð við ruslpóstsíur og ritvilluleit. Auglýsingamiðun í Gmail er fullkomlega sjálfvirk; enginn les tölvupóstinn þinn til að birta þér auglýsingar eða tengdar upplýsingar. Frekari upplýsingar um auglýsingar í Gmail er fáanlegar hér.
Google forrit
Aðalvalmynd