Viðbótarþjónustuskilmálar Google Drive

Gildisdagsetning: 31. mars 2020 (skoða fyrri útgáfu)

Til að nota Google Drive þarftu að samþykkja (1) þjónustuskilmála Google og (2) þessa viðbótarskilmála Google Drive („Viðbótarskilmálar Google Drive“).

Lestu þessi skjöl vandlega. Saman eru þessi skjöl kölluð „skilmálarnir”. Í þeim kemur fram hvers þú getur vænst af okkur þegar þú notar þjónustu okkar og hvers við væntum af þér.

Við hvetjum þig til að lesa persónuverndarstefnuna okkar, þrátt fyrir að hún sé ekki hluti þessara skilmála, til að átta þig betur á hvernig þú getur uppfært, stjórnað, flutt út og eytt upplýsingunum þínum.

1. Efnið þitt

Google Drive gerir þér kleift að hlaða inn, leggja fram, geyma, senda og taka á móti efni. Efnið þitt er alltaf í þinni eigu, eins og lýst er í þjónustuskilmálum Google. Við eignum okkur ekki efnið þitt, þar á meðal texta, gögn, upplýsingar og skrár sem þú hleður inn, deilir eða geymir á Drive reikningnum þínum. Þjónustuskilmálar Google veita Google takmarkað leyfi til að stjórna og bæta þjónustu Google Drive — þannig að ef þú deilir skjali með einhverjum eða þú vilt opna það á öðru tæki getum við boðið upp á þá virkni.

Google Drive gerir þér einnig kleift að vinna í efni með öðrum notendum Google Drive. „Eigandi“ efnisins stjórnar efninu og notkun þess.

Deilingarstillingar á Google Drive gera þér kleift að stjórna því hvað aðrir geta gert við efnið þitt á Google Drive. Persónuverndarstillingar skránna þinna ráðast af möppunni eða drifinu sem þær eru á. Skrár á þínu drifi eru lokaðar þangað til þú deilir þeim. Þú getur deilt efninu þínu og fært stjórn á því yfir á aðra notendur. Skrár sem þú býrð til eða setur í möppur eða á drif sem aðrir hafa deilt erfa viðkomandi deilingarstillingar og kunna einnig að erfa eignarhaldsstillingar möppunnar eða drifsins sem þær eru á. Við deilum ekki skránum þínum og gögnum með öðrum á annan hátt en lýst er í persónuverndarstefnunni okkar.

Við notum efnið þitt ekki í markaðs- eða auglýsingaherferðum.

2. Notkunarreglur

Við kunnum að fara yfir efni til að ákvarða hvort það sé ólöglegt eða brjóti gegn notkunarreglum okkar. Við gætum einnig fjarlægt eða neitað að birta efni sem við teljum, með sanngjörnum hætti, að brjóti gegn reglum okkar eða lögunum. Það merkir hins vegar ekki endilega að við förum yfir efni og því skal ekki gera ráð fyrir að við gerum það.