Valdefling samfélaga á Zanzibar með Street View

Alþjóðlegt orðspor er í forgangi hjá áfangastöðum sem reiða sig á ferðamennsku til að efla efnahag sinn og þar er Zanzibar engin undantekning. Til að hafa áhrif á efnahag landsins var skipulagsnefnd Zanzibar staðráðin í að vekja athygli á fegurð eyjaklasans – og Street View gat aðstoðað við það. Í samstarfi við atvinnuljósmyndarana Federico Debetto, Nickolay Omelchenko og Chris du Plessis hjá „World Travel in 360 (WT360)“ var verkefninu Project Zanzibar hrint af stað og samfélög á svæðinu hvött til að halda verkefninu áfram.

Google Street View valdeflir samfélög á Zanzibar

Watch the film

Link to Youtube Video (visible only when JS is disabled)

1700 km

ljósmyndað

980 þúsund

myndir birtar

33 milljónir

birtingar

105 hótel

skráð

Stuðlum að vexti í sameiningu

Kortlagning í réttum stærðarhlutföllum getur verið flókin. Þess vegna fékk WT360-teymið tólf sjálfboðaliða úr ríkisháskólanum á Zanzibar til liðs við sig, sem hjálpuðu til við að kortleggja hina fögru eyju Unguja. Undir leiðsögn sérfræðinganna Federico, Nickolay og Chris, tóku þau myndir af 1700 kílómetra leið.

30% af heildarlandsframleiðslu okkar kemur frá ferðamennsku. Þar af leiðandi getum við þjálfað yngri kynslóðir og þau sem vinna nú þegar í ferðaiðnaðinum. Áður fyrr taldi fólk ferðaiðnaðinn hverfast fyrst og fremst um hótel. En hann er mun meira en það. Við höfum sögu landsins, flugfélög og markaðssetningu. Þátttaka fleiri heimamanna á Zanzibar í greininni skilar yfirvöldum og efnahag landsins miklum ávinningi.

-

Simai Mohammed Said, ferðamála- og arfleifðarráðherra Zanzibar.

Samhliða þróun á Zanzibar uppfærir teymi Federicos reglulega 360 gráðu götumyndirnar til að styðja innviðauppbyggingu og laða nýja ferðamenn að.

Götumynd af Zanzibar eftir Feberico Debetto í Google Street View

Færir fyrirtæki á alþjóðlegan vettvang með 360 gráðu myndefni

Fyrr á árinu hóf Federico að kanna norðanverðu eyjuna Pemba. Á aðeins 6 dögum tóku Federico og Ibrahim Khalid, fyrrum sjálfboðaliði úr röðum nemenda, myndir af yfir 500 kílómetra leið og 40 víðmyndir úr lofti sem þeir hlóðu upp á Google-kort í gegnum Street View Studio.

Með nákvæmum myndum af ferðamannastöðum, minjum, hótelum og fyrirtækjum gátu þeir búið til National Global Tour of Zanzibar (hnattræna landkynningu á Zanzibar), ört vaxandi myndaverkvang sem kynnir eyjarnar á heimsvísu.

Frá kortlagningu til atvinnusköpunar

Þegar Federico hitti Shamymu Yassin í fyrsta skipti var hún nemandi sem dreymdi um að verða drónaflugmaður. Hún var staðráðin í að bæta framtíð Zanzibar og gekk til liðs við WT360-teymið til að læra meira um Street View-tæknina. Hún lærði hvaða myndavél er best að nota, hvernig myndir eru teknar og hvernig þeim er hlaðið upp áGoogle-kort. Shamymu var fljót að læra og gerðist síðar atvinnuljósmyndari sem vinnur við að kanna og kortleggja eyjar Zanzibar.

Federico, Shamymu og Ibrahim vinna þessa stundina að því að hlaða upp nýjum loftmyndum af Zanzibar, með áherslu á nýlega uppbyggð svæði, ný fyrirtæki og uppgerð hótel. Með opnun skemmtigarðsins á Zanzibar heldur verkefnið áfram að blómstra.

Að kortleggja Zanzibar í réttum stærðarhlutföllum: snjallari og hraðari gagnabirting með Street View Studio

Gæði mynda og myndavéla hafa batnað frá árinu 2019 og útgáfa Street View Studio stuðlaði að auðveldari og hraðvirkari myndbirtingu. Ljósmyndarar geta hlaðið upp nokkrum 360 gráðu myndskeiðum á sama tíma, fylgst með framvindu, leitað að efni sem hefur verið hlaðið upp áður eftir staðsetningu eða upprunalegu skráarheiti og skipulagt væntanleg söfn með gagnvirkum kortalögum.

 

Við birtum Pemba-eyju í heild sinni með Street View Studio. Helstu endurbætur á verkfærinu snúa að skipulagi, t.d. að geta haldið upphleðslum áfram sem gert var hlé á eða sem voru truflaðar og hlaðið upp nokkrum myndskeiðum í einu án þess að þurfa að vaka fram eftir til að bæta við nýjum skrám. Við fáum að sofa töluvert meira vegna þessa!

-

Federico Debetto, atvinnuljósmyndari

 

Uppbygging til framtíðar

Project Zanzibar hófst með það að markmiði að valdefla og fræða nemendur landsins svo þau gætu kortlagt landið sitt og hefur verkefnið haft alþjóðleg áhrif upp frá því. Að þremur árum liðnum hefur verkefnið dregið fyrirtæki á staðnum fram í sviðsljósið og skapað atvinnutækifæri fyrir fyrrum sjálfboðaliða líkt og Shamymu og Ibrahim.

Deildu þínu eigin Street View-myndefni