Hvernig Autori umbylti viðhaldi vega í Finnlandi með einni Street View mynd í einu.

Yfirborðsgæði vega, úrelt skilti og óupplýstar götur eru daglegt vandamál ökumanna og sveitarfélaga. Autori, finnskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar lausnir fyrir viðhald innviða, uppgötvaði nýja leið til að safna og greina götugögn með skilvirkari hætti með hjálp Street View Google-korta.

40.000 km

ljósmyndað

8 milljónir

myndir birtar

50 milljónir

birtingar

vegagögn

20

ljósmyndunarverkefni

Straumlínulöguð umsjón vegaviðhalds í Finnlandi

Autori var stofnað 1988 og býður finnskum vegamálayfirvöldum, verktökum og utanaðkomandi ráðgjöfum á sviði ástandsstjórnunar upp á hugbúnaðarlausnir (SaaS) fyrir aðgerðaráætlanir og samræmingu viðhalds. Eftirlit með ástandi vega um allt landið er tímafrekt og afar dýrt, en þar sem önnur fyrirtæki sáu kostnað tókst Autori að nýta einstakt tækifæri. Með því að nota sínar eigin Street View-myndir og hugbúnaðarlausnir hefur fyrirtækið búið til verkfæri sem auðveldar stjórnun gagna um vegaviðhald og ákvarðanatöku í Finnlandi.

Þörfin fyrir hraða og gagnadeilingu.

Venjan er að vegamálayfirvöld skoði hvern veg fyrir sig í eigin persónu til að vita hverju þarf að sinna á hverjum stað. Það þýðir að aka þarf þúsundir kílómetra og koma við á ótal stöðum til að skrá niður athugasemdir. Það er ekki bara slæmt fyrir umhverfið heldur einnig dýrt, auðlindafrekt og einstaklega tímafrekt. Þörfin fyrir stafræna og umhverfisvænni lausn fékk Autori því til að hugsa út fyrir kassann. Street View var fyrsta götuskoðunarlausnin sem kom upp í huga þeirra.

 

Viðhald á vegum krefst þess að oft þarf að deila miklu magni gagna með fjölda ólíkra aðila. Street View hefur öll nauðsynleg verkfæri til að auðvelda notendum að deila upplýsingum - það er aðgengilegt öllum með snjallsíma og krefst hvorki innskráningar né uppsetningar á hugbúnaði. Og þótt Street View hafi áður verið notað við viðhald vega var mesta áskorunin að halda gögnunum uppfærðum. Við sáum tækifæri til að laga það vandamál með því að fella Street View inn í vegaviðhaldshugbúnaðinn okkar.

-

Ari Immonen, yfirmaður stafrænnar ráðgjafar hjá Autori

 

Autori kortleggur vegi Finnlands með Google Street View

Hið nettengda og ónettengda sameinað fyrir vegaöryggi

Snemma árs 2017 byrjaði Autori að ljósmynda og hlaða upp 360 gráðu myndefni af þjóðvegum í Finnlandi, og notaði Google-reikning fyrirtækisins til að birta myndirnar. Síðan þá hefur fyrirtækið myndað 40.000 km af þjóðvegum og hlaðið upp 8 milljón myndum, sem hefur fært stjórnun vegaviðhalds á netið. Með því að fella Street View inn í hugbúnaðarlausn sína hefur fyrirtækið auðveldað vegamálayfirvöldum að finna uppfærðar upplýsingar um vegi langt í burtu.

Þökk sé myndefni sem Autori hefur birt í Street View er hægt að hlaða upp tilkynningum um umferðarskilti sem vantar, merkingar eða holur og merkja þær viðeigandi aðilum sem geta skoðað þær á skrifstofu sinni í gegnum stjórnborð Autori. Með því að bjóða upp á sérsníðanlega lausn gerir Autori verktökum kleift að fylgjast með og skipuleggja viðeigandi viðhaldsvinnu á einum stað. Þegar viðhaldsvinnunni er lokið taka starfsmenn nýjar 360 gráðu myndir af svæðinu og hlaða þeim upp til að halda upplýsingum um vegi uppfærðum. Þetta hefur dregið úr þörfinni á að heimsækja staði til að skoða þá, sem sparar tíma og fé og dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Umbylting í vegaöryggi á öllum sviðum

Street View gerði Autori kleift að bæta deilingu upplýsinga fyrir finnsk vegamálayfirvöld og gera þau meðvitaðri um stöðuna hverju sinni, sem dró úr kostnaði og jók skilvirkni. Autori sá þau jákvæðu áhrif sem þetta gæti haft um allan heim og vinnur nú að stöðluðu líkani til þess að safna og deila upplýsingum um vegi í framtíðinni. Fyrirtækið hjálpaði einnig heimamönnum að draga úr kolefnisspori sínu með því að ljósmynda 1.000 km af hjóla- og gönguleiðum. Fólk getur nú fengið aðgang að uppfærðum gögnum og ferðast stuttar vegalengdir með umhverfisvænni hætti. Þar að auki fara þau aftur af stað í sumar til að safna 15.000 km í viðbót í Finnlandi, sem færir þau nær því að ljósmynda og birta næstum helming af öllum þjóðvegum landsins í Street View.

Árangur Autori er bara eitt dæmi um margar einstakar leiðir þar sem fyrirtæki nota Street View til að leysa flókin vandamál. Þetta er meira en bara myndakortlagningarverkfæri, og þitt fyrirtæki gæti líka haft ómælanlegt gagn af því. Ertu tilbúin(n) að skrifa þína eigin Street View-árangurssögu?

Deildu þínu eigin Street View-myndefni