Reglur vottaðra Street View ljósmyndara

Þessar reglur eiga við um alla vottaða Street View-þátttakendur sem safna myndefni fyrir hönd viðskiptavina sinna til að nota í Google-vörum.

Reglur okkar um vottaða Street View-ljósmyndara taka til fjögurra sviða:

  • Kröfur um gagnsæi: Upplýsingar sem þú þarft að deila með viðskiptavinum þínum
  • Bönnuð vinnubrögð: Það sem þú mátt ekki gera ef þú vilt birta eða hafa umsjón með myndefni sem hlaðið er upp í Google-vörur fyrir hönd viðskiptavina þinna.
  • Reglur um mörkun: Hver er viðeigandi notkun á mörkunarþáttum Google
  • Gæðakröfur: Hvernig þú þarft að haga Google-auglýsingareikningum viðskiptavina þinna

Kröfur um gagnsæi

Svo viðskiptavinir geti að fullu nýtt sér ávinning þess að hlaða upp myndefni í Google-vörur þurfa þeir að hafa réttar upplýsingar til að taka upplýstar ákvarðanir. Því krefjumst við þess að allir vottaðir þátttakendur okkar viðhafi gagnsæi varðandi upplýsingar sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Auk þess að uppfylla kröfurnar sem taldar eru upp hér að neðan skulu vottaðir þátttakendur leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum aðrar tengdar upplýsingar þegar um þær er beðið.

Þegar þú selur öðrum ljósmyndaþjónustu þína er mikilvægt að þú leggir sömu áherslu á gagnsæi og að þú þekkir skyldur þínar og réttindi gagnvart öðru fólki, vörumerkjum og landslögum.


Viðeigandi notkun á Google vörumerkjunum

Einungis vottaðir ljósmyndarar og fyrirtæki geta notað Street View-vörumerki Google-korta og vottunarmerkið við markaðssetningu. Sem vottuðum ljósmyndara bjóðum við þér að nýta þér þau þér til framdráttar. Vottaðir fagaðilar geta notað vottunarmerkið, orðmerkið og vörumerki á borð við Google-kort, Street View eða önnur tengd lógó. Hér að neðan eru talin upp nokkur atriði um hvað þú mátt og mátt ekki gera. Ef þú telur að brotið sé gegn leyfilegri notkun á vörumerkjum Google geturðu tilkynnt það hér. Fyrir allar aðrar vörumerkjaeignir Google geturðu tilkynnt óviðeigandi notkun hér.


Gæðakröfur fyrir vottað myndefni


Bönnuð vinnubrögð


Um reglurnar okkar

Mikilvægt er að þú kynnir þér og fylgist með reglum vottaðra Google Street View-ljósmyndara. Ef við teljum að þú brjótir reglur okkar kunnum við að hafa samband við þig til að framkvæma ítarlega yfirferð á aðgerðum þínum og krefjast úrbóta. Ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða kunnum við að útiloka þig frá vottunarkerfinu og hafa samband við viðskiptavini þína til að tilkynna þeim um það. Við kunnum einnig að banna að þú leggir þitt af mörkum til vara Google-korta.

Þessar reglur eru viðbót við alla fyrirliggjandi skilmála og reglur sem kunna að eiga við um þriðju aðila, þar á meðal þessar: